"Free breakfast"

Athyglisvert að bjóða upp á frían morgunmat.

Oft verið sagt í viðskiptafræði að "there is no such thing as a free lunch"... hvað með morgunmat??

Annars verð ég að segja að þetta er frábært framtak og mun skila sér margfalt til baka... skál fyrir Svíunum, vinum okkar.

Eitt að lokum... ætli þetta sé "English breakfast"?


mbl.is Ókeypis morgunmatur hjá IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar mitt við færslu Hrolls á bloggsíðu Ásdísar Sigurðardóttur

 

Grunnlaun flugumferðarstjóra sem er nýútskrifaður eru um 290.000 kr.  Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga skv heimasíðu hjukrun.is (jan 2002) er rétt rúmlega 200.000 kr.  30% launahækkun þeirra á þessu tímabili gerir meðaldagvinnulaun 260.000 kr.  30% er einhver tala sem ég greip úr lausu lofti og er sjálfsagt ekki ólíkleg á 6 árum (5% hækkun á ári). 

Í dag hafa hjúkrunarfræðingar háskólanám á baki sem er mjög erfitt en eldri hjúkrunarfræðingar fóru ekki í gegnum háskólanám.  Ég er alls ekki að draga úr hjúkrunarvinnu enda á það fólk skilið allt það besta og það fólk stendur sig frábærlega í sinni vinnu. 

Nám í flugumferðarstjórn er mjög stíft rétt eins og hjúkrunarnámið.  Ágúst, mér finnst þetta "nokkra mánaða starfsþjálfun" eins og þú sért að gera lítið úr náminu.  Að meðaltali sækja rúmlega 100 manns um 2-10 lausar stöður í náminu.  Af þeim sem hefja nám falla nokkrir út.  Flugumferðarstjórn er mjög sérhæft nám og vinnan mjög sérhæfð.  Persónulega finnst mér ekki skipta máli hvort þú sért háskólamenntaður (flugumferðarstjórn er nám á háskólastigi) eður ei hvaða laun þú átt skilið.  Það er margt annað sem kemur inn í.   Flugstjórar eru t.d. með 30% hærri laun en flugumferðarstjórar en menntun þeirra tekur samt skemmri tíma og það nám er ekki á háskólastigi!! 

Ásdís mín,  ég skil þína skoðun.  Sem mikill stéttarfélagsmaður finnst mér mjög dapurt þegar fólk segir að stéttarfélög megi ekki nota aðferðir sem þrýsta á vinnuveitendann sinn.  Að taka verkfallsrétt af flugumferðarstjórum er jafn sorglegt og þegar ríkið gerði það við sjómenn þegar þeir fóru í verkfall.  Einnig er ég sammála um að örorkubætur eru fáranlega lágar, sorglega lágar og engan vegin nóg til að lifa af. 

 

 

 

 

Sæll Bolli

 Þú ert vel skrifandi maður en mikið blöskrar mér póstur þinn hér þar sem þú talar um að nám flugmanna sé ekki á háskólastigi og sé mun styttra en nám flugumferðarstjóra.  Ef þú kafar ofan í málið kemstu brátt að því að nám flugmanna er mun ítarlegra en nám flugumferðarstjóra, ég ætti að vita það ég er búinn að ganga í gegnum þau bæði.

Ég get með réttu sagt og af mikilli sanngirni að bóklegt nám flugumferðarstjóra er cover-að í rúmlega 1 fagi af 14 á atvinnuflugmannsbrautinni.  Atvinnuflugmannsnámið þótti mér mun stífara en flugumferðarstjóranámið og það eitt að vilja bera sig saman við laun flugstjóra er yfirgengileg frekja af ykkar hálfu og barnsleg framkoma að mínu mati. 

Samúð landans hafið þið ekki, hún er með fólki eins og hjúkrunarfræðingum sem vinna á líklega helmingi lærri launum en þið.  Meira að segja flugmenn tóku höndum saman um daginn og endurnýjuðu kjarasamninga sína nánast óbreytta vegna þess að flugrekstur stendur illa í dag og nú þurfa allir að leggjast á eitt í brothættum bransa eins og flugiðnaðurinn er eigi ekki að fara illa. 

kær kveðja og heimil lending

Hrollur

Hrollur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:52

 

 

Smámynd: Bolli

 

Hrollur, þetta er samt satt!  Afsakið Ásdís að ég sé að nota spjallið þitt til að svara Hrolli ef hann þá nokkurn tímann les þetta.

Hrollur.  Það þarf ekki stúdentspróf til að fara í flugnám í dag.  Til að fara í nám í flugumferðarstjórn þarf það hins vegar.  Þess vegna sagði ég að flugumferðarstjórn sé nám á háskólastigi.  Ég veit vel að maður útskrifast ekki með háskólapróf sem flugumferðarstjóri.  Ég veit líka að bóklegt nám í flugumferðarstjórn er ekki erfitt en verklega námið er það vissulega enda töluvert um fall þar, kannski að þú hafir upplifað það eða ennþá nemi ;) 

Það tekur u.þ.b. 6 mánuði eftir stúdentspróf að fara í gegnum grunnnám flugumferðarstjóra.  Síðan tekur 8-12 mánuði verklega námið fer eftir hvernig gengur og í hvaða sector menn fara í þjálfun. 

Námið í flugmanninum er á þessa leið, PPL tekur u.þ.b. 12 vikur bóklega. Duglegur nemandi sem einbeitir sér að þessu klárar verklega á sama tíma (45 tímar í flugvél).  Þá fer hann í atvinnuflugmannsnám.  Bóklega námið tekur u.þ.b. 8 mánuði og enn og aftur ef þú sért duglegur þá geturðu klárað verklega námið með.  Verklega námið er að lágmarki 40 tímar í flugþjálfa 15 tímar á vél til að fá blindflugsáritun.  15 tímar og af þeim 5 tímar á complex flugvél (vél með uppdræganlegum hjólum og skiptiskrúfu) til að klára menntun atvinnuflugmanns.  Einnig þarf að fljúga lágmark 6 tíma á fjölhreyflaflugvél.  Þegar menn útskrifast sem atvinnuflugmenn þurfa þeir að hafa lágmark 200 tíma á flugvél.  Þetta eru lágmarkskröfur til að verða atvinnuflugmaður.  Síðan er hægt að bæta við sig öðrum réttindum eins og réttindum í áhafnasamstarfi, þoturéttindum og kennaratréttindum svo eitthvað sé nefnt.  http://www.flugskoli.is/Namsleidir/Einkaflugmadur/

http://www.flugskoli.is/Namsleidir/Atvinnuflugmadur/

Hrollur.  Ég sagði aldrei að námið væri "mun" styttra, mjög mikilvægt að lesa vel. Hérna er ég búinn að kafa ofan í málið. 

Flugumferðarstjóri.  Miðað við þetta tekur nám í flugumferðarstjórn að lágmarki 5 (grunnnám, mismunandi hvert fólk hefur farið í nám) + 8 mánuði (starfsþjálfun).  Þetta er að lágmarki 13 mánuðir eftir stúdentspróf.

Flugnámið. 3 mán (PPL) + 8 mán (CPL+ATPL frozen).  Þetta gerir 11 mán.  Þetta er að sjálfsögðu miðað við lágmark

Í Embry- Riddle í BNA geturðu orðið atvinnuflugmaður með BS í Aeronautics og er það eina háskólagráða í fluggeiranum sem ég veit um.  Örugglega eitthvað annað háskólanám til.  Flugskóli Íslands er líka að byrja með nám í Stjórnun og rekstri í flugrekstri.  Þetta nám er í samvinnu HR og Fjöltækniskólans

http://fti.is/default.asp?sid_id=23384&tre_rod=004|009|&tId=1

Sjálfur starfa ég ekki sem flugumferðarstjóri.  Ég tel mig vita töluvert um flug og hef starfað í fluggeiranum í mörg ár og mér fannst ég þurfa að svara Hrolli. 

Það er ekki mitt að ákveða laun fólks en árið 1997 var skipuð nefnd sem kölluð var Réttarstöðunefndin. Sjá heimasíðu FÍF http://www.iceatca.com/index.php?pid=1&newsid=225.  Hún ákvað að laun flugstjóra og flugumferðarstjóra ættu að vera sambærileg. 

Talandi um að laun hjúkrunarfræðinga er líklega helmingi lægri en flugumferðarstjóra veit ég ekkert um.  Ég reyni að koma með staðreyndir sem ég næ í á heimasíðum og ef þær upplýsingar eru ekki réttar á að leiðrétta þær. Sjá heimasíðuna hjukrun.is

 Ásdís þakka þér aftur fyrir að leyfa mér að misnota spjallið hjá þér.

Kkv.

Bolli, 29.6.2008 kl. 14:17

 

 

 

Mig langar aðeins að bæta við einni athugarsemd sem mér finnst mega fylgja.  Ég reiknaði um daginn út muninn á milli launum flugstjóra Icelandair á fyrsta skala og launum flugumferðarstjóra á fyrsta skala og munurinn var um 14%.  Mig minnir að grunnlaun flugstjóra Icelandair hafi verið um 330.000 kr á móti 290.000 kr flugumferðarstjóra.  Þetta var bæði fyrir launahækkanir síðustu vikna. Rúmlega 6% launahækkun flugmanna.  Samningur gildir til 1 jan eða 1 feb 2009 á móti 11,5% hækkun flugumferðarstjóra sem gildir til 1 okt 2009.  Það fer líka að sjálfsögðu eftir því hvort FÍF samþykki sinn samning.

Þessi 30% sem ég talaði um áður komu að mig minnir frá FÍF.  Kannski ég fari með fleipur.

Takk fyrir það Ásdís.

Kkv.

Bolli


Stúlkan okkar

Þegar ég las fyrirsögnina ætlaði ég að blogga um hana "strákarnir okkar" en brá heldur betur í brú þegar ég sá að þetta var stelpa sem afrekaði þetta.  Verkfræði og fótbolti.  Fyrir nokkrum árum varstu skrýtin stelpa ef þú spilaðir fótbolta og varst að sjálfsögðu strákastelpa.  Stúlka í verkfræði var varla til fyrir 30 árum. 

Svona er maður fljótur að dæma. 


mbl.is Íslendingur á EM í róbótafótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband